fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Evrópudeildin: Liverpool svo gott sem komið áfram – Brighton steinlá í ítölsku höfuðborginni

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 19:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í Evrópudeildinni. Um var að ræða fyrri leiki í 16-liða úrslitum.

Liverpool er svo gott sem komið áfram eftir 1-5 sigur á Sparta Prag á útivelli. Heimamenn áttu aldrei séns og var Liverpool 0-3 yfir í hálfleik með tveimur mörkum Darwin Nunez og einu frá Alexis Mac Allister af vítapunktinum.

Conor Bradley kom inn á sem varamaður fyrir gestina í hálfleik en hans fyrsta verk var að setja boltann í eigið net.

Það kom ekki að sök því Luis Diaz skoraði fjórða mark Liverpool á 53. mínútu. Dominik Szoboszlai innsiglaði svo 1-5 sigur og Liverpool í ansi góðum málum fyrir seinni leikinn.

Í Aserbaídsjan komst Qarabag óvænt 2-0 yfir gegn Bayer Leverkusen og þannig var staðan í hálfleik. Þýska toppliðið kom þó til baka í seinni hálfleik og jafnaði með mörkum Florian Wirtz og Patrik Schick.

Roma kjöldró loks Brighton. Liðið leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum Paulo Dybala og Romelu Lukaku. Gianluca Mancini skoraði þriðja mark Rómverja eftir tæpar 20 mínútur af seinni hálfleik og skömmu síðar kom Bryan Cristante þeim í 4-0. Það urðu lokatölur og staðan vænleg fyrir ítalska liðið fyrir seinni leikinn á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Í gær

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Í gær

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“