Hann var nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi, hið minnsta, áður en hann getur sótt um reynslulausn. Ef hann fær hana verður hann undir eftirliti yfirvalda það sem hann á eftir ólifað. Hann verður einnig settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn.
Sky News skýrir frá þessu og segir að afbrotaferill hans spanni frá 1980 til 1996 og hafi ofbeldisverkin verið framin á ýmsum stöðum í Edinborg í Skotlandi, þar á meðal í ísbílnum.
Fórnarlömbin voru á aldrinum 7 til 32 ára.
Í ákærunni á hendur O´Flaherty kom farm að hann hafi nauðgað einni konu þegar hún svaf og aðra hafi hann elt með samúræjasverð á lofti og hótað að drepa hana.
Fórnarlömb hans kærðu hann til skosku lögreglunnar árið 2018. Þá hófst rannsókn sem stóð í tvö ár. Hann var handtekinn í júní 2020.
Hann var sakfelldur í maí 2022 fyrir brotin en dómurinn var ekki kveðinn upp fyrr en í síðustu viku. Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að stúlkum og konum stafi mikil hætta af O´Flaherty. Hann hafði áður verið dæmdur í 13 ára fangelsi 2007 fyrir að hafa nauðgað tveimur stúlkum.