fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Laufey gefur út nýja útgáfu af metsöluplötunni – Heldur þrenna tónleika í Hörpu um helgina

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Laufey, sem slegið hefur í gegn um allan heim á undanförnu ári, er að gefa út nýja útgáfu af plötunni Bewitched. Er um svokallaða lúxusútgáfu að ræða.

Bewitched kom út í september á síðasta ári og rauk út eins og heitar lummur. Þetta er önnur plata Laufeyjar í fullri lengd.

Nú gefur Laufey út útgáfu með fjórum nýjum lögum, sem hún samdi um það leyti sem platan var að koma út. Þá gefur hún einnig út smáskífu fyrir lagið Goddess.

„Goddess er heiðarlegasta lagið mitt til þessa. Ég samdi það einsömul við píanóið þar sem mér leið eins og einhverjum sem hefði orðið ástfanginn af þeirri útgáfu af mér sem þeir sáu á sviði, aðeins til að sjá að ég var ekki sú sama þegar ég kom niður af sviðinu,“ sagði Laufey í tilefni útgáfunnar. „Þegar glamúrinn vék var ég ekki þessi skínandi hlutur, heldur aðeins skinn og bein.“

Laufey er núna á tónleikaferðalagi í Evrópu til að fylgja eftir plötunni. Hún heldur þrenna tónleika í Hörpu um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“