fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Jill Biden stígur út úr skugganum – Á að höfða til kvenna og sanna að Joe Biden sé ekki of gamall

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2024 04:23

Jill Biden er kennari. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Konum og fjölskyldum okkar stafar hætta af Donald Trump. Við getum einfaldlega ekki látið hann sigra.“ Þetta sagði Jill Biden, eiginkona Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í Atlanta á föstudaginn þegar hún hóf þriggja daga yfirreið um Georgíu, Arizona, Nevada og Wisconsin. Þessi ríki eru svokölluð „sveifluríki“ þar sem fylgið sveiflast á milli Demókrata og Repúblikana og geta úrslitin í þeim ráðið úrslitum í forsetakosningum í nóvember.

Með ræðu sinni markaði Jill Biden nýjan kafla í kosningabaráttunni. Hún sýndi að hún er reiðubúin til að stíga fram úr skugganum og berjast við hlið eiginmannsins. Aðalverkefni hennar verður að fá konur til að kjósa Joe Biden og um leið afsanna allar fullyrðingar um að hann sé of gamall til að gegna forsetaembættinu en hann er orðinn 81 árs.

Hún á að bakka hann upp á þeim sviðum þar sem hann stendur verst að vígi. Það eru fyrst og fremst aldur hans og lífsþróttur. Hún á að sýna fram á að hann sé fær um að gegna embætti forseta í fjögur ár til viðbótar og þess utan á hún að tala um þau málefni sem höfða sérstaklega til kvenna.

Jill verður í fararbroddi bandalags sem kynnt var til sögunnar í síðustu viku undir nafninu „Women for Biden-Harris“ en það á að laða konur að framboði Biden og Kamala Harris, varaforseta hans. Demókratar hafa mikla þörf fyrir að fá konur til að kjósa þau ef Biden á að geta sigrað Donald Trump í forsetakosningunum í nóvember.

Þegar Jill ávarpaði kjósendur í Atlanta á föstudaginn sagði hún meðal annars: „Ég hef verið svo stolt af hvernig Joe hefur gert konur að miðpunkti stefnu sinnar. En Donald Trump? Hann hefur varið lífi sínu í að brjóta okkur niður og veikja tilverurétt okkar. Hann gerir lítið úr líkama kvenna, virðir ekki frammistöðu okkar og stærir sig af ofbeldi gegn konum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni