Barcelona er sagt með augastað á Paulo Dybala, sóknarmanni Roma. Diario Sport segir frá.
Dybala er að eiga gott tímabil með Roma. Hann er kominn með 13 mörk og 7 stoðsendingar í öllum keppnum. Hefur þetta vakið áhuga Börsunga.
Það sem heillar Barcelona er klásúla í samningi Dybala. Hún er aðeins 12 milljónir evra fyrir félög utan Ítalíu, mjög ódýrt fyrir leikmann eins og Dybala.
Barcelona er ekki eina spænska liðið sem hefur áhuga á Dybala því Atletico Madrid fylgist einnig með honum, sem og enska liðið West Ham ef marka má fréttir.
Dybala gekk í raðir Roma fyrir síðustu leiktíð og er samningsbundinn út þá næstu.