fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Þá fór ég á fjóra fætur og kallaði á hann: „Hún er að koma!““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 9. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuleikjastreymirinn og rafíþróttaþjálfarinn Móna Lind Kristinsdóttir hló þegar kærasti hennar sagði við hana að hún myndi örugglega fæða dóttur þeirra inni á baði. Örfáum mínútum síðar kallaði hún á hann: „Hún er að koma! Þetta er að gerast!“

video
play-sharp-fill

Þú getur hlustað á þáttinn með Mónu Lind á Spotify, Apple Podcasts eða Google Podcasts.

Móna Lind er tveggja barna móðir. Eldri dóttir hennar, Sigurrós, er fædd árið 2013 og yngri dóttir hennar, Eiva Lillý, er fædd árið 2023. Fyrri fæðingin var mjög erfið. Mónu Lind langaði að eiga Sigurrós heima og reyndi það, en þar sem útvíkkun gekk hægt talaði ljósmóður hana í að fara á Landspítalann. Þar tók við langt og erfitt ferli sem var mikið áfall fyrir Mónu Lind, hún segir frá reynslunni í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér, umræðan um fyrri fæðinguna hefst á mínútu 41:00.

Systurnar Sigurrós og Eiva Lillý.

Áratugur á milli fæðinga og gríðarlegur munur á fæðingunum

Móna Lind komst að því að hún væri ólétt af Eivu stuttu eftir að hún hafði gengist undir kviðarholsaðgerð vegna endómetríósu.

Sjá einnig: „Þetta er ólæknandi sjúkdómur. Þannig það er rosalega erfitt að segja hvernig framtíðin verður“

„Ég var með ljósmóður sem heitir Rebekka, hún er alveg yndisleg og hjálpaði mér að vinna úr fyrri fæðingarreynslu þannig ég var ekki að halda í einhvern ótta. Mér fannst mikilvægast að sleppa alveg tökunum á fyrri fæðingunni því þetta var allt annað barn, allt önnur  fæðing. Þannig ég fór inn í þessa fæðingu með engan ótta, ég er ekki hrædd við fæðingar.“

Það var ekki einu sinni tími til að blása upp sundlaugina.

„Plönuð heimafæðing, ætluðum að vera með sundlaug heima og allt. Svo vaknaði ég snemma um morguninn og fann einhverjar smá pílur, grunaði að þetta færi kannski bráðum að fara í gang.“

Mónu Lind fannst verkirnir smávægilegir og þar sem fyrri fæðingin tók 52 tíma þá var hún ekkert að flýta sér að hefja ferlið. Hún fékk fjölskyldu sína í kaffi, fór út í búð og var mjög róleg yfir öllu saman. Kærasti hennar kom heim og fékk sér að borða og Móna hvatti hann til að hvíla sig því það væru átök fram undan.

„Klukkan var í kringum hálf sex og ég sat á sófanum. Fékk eina kröftuga hríð og fann, ég get ekki sagt að ég hafi fundið verki. Eins og ég sé þetta: Þetta er alda sem stígur upp, fer á efsta punkt og síðan er hún líðandi […] Ég nota mjög kröftug hljóð með og eftir þessa hríð fór ég að hágráta: „Vá, pældu í því hvað er stutt að hún komi í heiminn“ og „við erum bara að fara að eiga lítið barn.“ Jón, kærasti minn, mundi að ljósmóðirin hafði sagt að þegar konan fer allt í einu að gráta, eða allt í einu breytist fasið hennar, þá er stutt í fæðinguna […] Ég var hágrátandi og sagðist ætla inn á bað að pissa og hann alveg: „Þú ert að fara að fæða hana inni á baði.“ Ég hló bara og sagði honum að hætta þessu rugli.“

Móna Lind fór að pissa og athugaði útvíkkun í leiðinni og fann þá kollinn á Eivu.

„Þá fór ég á fjóra fætur og kallaði á hann: „Hún er að koma!“ Það var aldrei sem ég var hrædd. Ég var með það í huga að þetta væri bara fæðing og að líkami minn væri gerður til að gera þetta. Ég vissi það bara, ég treysti líkama mínum fullkomlega, ég treysti kærasta mínum fullkomlega.“

Móna Lind segir alla heimafæðingarsöguna í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér, eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Mónu Lind á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Hide picture