fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sagður hafa byrlað eiginkonu sinni svo 83 karlar sem hann hitti á netinu gætu brotið á henni

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 22:15

Dominique Pelicot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli karlmanns sem sakaður er um svívirðilega glæpi gegn eiginkonu sinni hefjast í Avignon í Frakklandi í september næstkomandi. Maðurinn er sagður hafa byrlað konunni sinni ólyfjan með reglulegu millibili yfir tíu ára skeið svo ókunnugir karlmenn sem hann hitti á netinu gætu nauðgað henni.

Maðurinn sem um ræðir er á áttræðisaldri í dag og er kallaður Dominique P. í frönsku pressunni. Réttað verður yfir honum og 50 öðrum mönnum í september næstkomandi og gæti hver um sig átt von á því að fá 20 ára fangelsisdóm. Í heildina eru 83 karlar grunaðir um að hafa brotið gegn konunni.

Brotin sem um ræðir voru framin á árunum 2011 til 2020 og er Dominique sagður hafa komist í kynni við mennina í spjallhópi á netinu sem bar nafnið Without Her Knowing.

Er hann sagður hafa boðið mönnunum heim til sín í Mazan, skammt frá Avignon, þar sem þeir nauðguðu konunni hans og tóku það upp á myndband á meðan hún lá rænulaus í rúminu. Mennirnir sem tóku þátt í ódæðinu voru á aldrinum 25 til 72 ára þegar brotin voru framin.

Dominque er sagður hafa laumað lyfi sem innihélt virka efnið Lórazepam í kvöldmatinn hennar með þeim afleiðingum að hún sofnaði djúpum svefni. Um er að ræða efni sem hefur róandi og svæfandi áhrif sé það tekið í miklu magni.

Dóttir Dominique, Caroline Darian, segir að faðir hennar hafi verið búinn að finna út „fullkomna“ leið til að koma í veg fyrir að eiginkona hans vaknaði. Var mönnunum bannað að vera með rakspíra á sér og þá voru þeir látnir hlýja sér á höndunum til að koma í veg fyrir að hún vaknaði. Varla þarf að taka það fram að eiginkona Dominique sótti um skilnað um leið og málið kom upp.

Caroline, dóttir þeirra hjóna, hefur skrifað bók um brot föður síns en upp komst um málið þegar hann var handtekinn í stórmarkaði í Carpentras árið 2020 vegna gruns um að hann væri að mynda upp undir pils kvenna. Lögregla gerði húsleit í kjölfarið þar sem myndefni af nauðgununum fannst. Þá fannst einnig mikið magn af efni sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Dominique hefur einnig verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu, Sophie Narme, í París árið 1991 en samkvæmt Mail Online hefur hann þvertekið fyrir það.

Mennirnir sem eru grunaðir um þátttöku í brotunum eru af öllum stigum þjóðfélagsins. Einn er til dæmis slökkviliðsmaður og var hann í slökkviliðsbúningi þegar hann nauðgaði eiginkonu Dominique. Þá er fangavörður, hjúkrunarfræðingur, blaðamaður, vöruflutningabílstjóri og hermaður í hópi hinna grunuðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni