Bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV eru báðar áhugasamar um að fá Jurgen Klopp í hlutverk sérfræðings í kringum Evrópumótið í sumar.
Það er Daily Mail sem segir frá þessu.
Klopp verður án starfs í sumar þegar hann yfirgefur Liverpool eftir farsæl níu ár hjá félaginu, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna.
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Klopp tilkynnti að hann væri að hætta. Hann ætlar sér að taka sér pásu frá þjálfun í bili en það er spurning hvort hann sé til í að taka að sér starf í sjónvarpi.