Jamie Carragher og Kate Abdo voru steinhissa á Micah Richards í setti CBS í gærkvöldi.
Þar var fjallað um leiki kvöldsins í Meistaradeildinni og eins og alltaf var stutt í grínið.
Talið barst að samfélagsmiðlum og bar Liverpool goðsögnin Carragher upp spurning fyrir Richards.
„Slærðu stundum inn nafninu þínu á samfélagsmiðlum?“
Þegar Richards svaraði neitandi urðu viðstaddir ansi hissa.
„Þú ert að ljúga! Hefurðu aldrei flett nafninu þínu upp á samfélagsmiðlum?“ sagði þáttastjórnandinn Abdo.
Richards sagðist áður hafa flett nafni sínu upp á Twitter en hann segist ekki nota miðilinn í dag.
„Þetta var brútal. Ég nota þetta ekki. Mér líkar betur við Instagram.“
Umræðan í heild er hér að neðan.
Jamie: "Do you think managers look at that?"
Everyone else: "YES"@Carra23 learning managers actually check social media 😂 pic.twitter.com/W5aURYVPnE— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) March 6, 2024