fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Víðir stingur niður penna eftir umræðuna undanfarið: Bendir á staðreyndir málsins – „Væri það sanngjarnt?“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn þaulreyndi, skrifar Bakvörð í Morgunblaðið í dag í kjölfar umræðu sem hefur verið um komandi leik íslenska karlalandsliðsins gegn því ísraelska.

Ísland og Ísrael mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM þann 21. mars. Spilað verður í Búdapest í Ungverjalandi þar sem KSÍ beitti sér gegn því að leikurinn færi fram í Ísrael.

Undanfarna daga og vikur hafa verið á kreiki vangaveltur um siðferði þess að spila leikinn við Ísrael í ljósi stríðsástandsins á Gaza og svo virðist sem einhverjir vilji hreinlega sjá Ísland sleppa því að mæta í leikinn.

„Ef íslenska liðið tæki upp á því að mæta ekki til leiks í Búdapest myndi það kosta þungar refsingar, jafnvel útilokun frá mótum á vegum UEFA,“ skrifar Víðir í Bakverði.

„Þá yrði um leið Ísrael færður úrslitaleikur gegn Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM á silfurfati. Væri það sanngjarnt? Um þetta má endalaust þrefa fram og til baka.“

Víðir telur að UEFA þyrfti að taka skýrari afstöðu í svona málum.

„Þessi staða vekur spurningar. Rússar eru í banni hjá UEFA síðan þeir réðust inn í Úkraínu og það þykir sjálfsagt. Þarf ekki UEFA að draga skýrar línur í svona málum? Koma á vinnureglum um að þjóðir sem standi í hernaði eins og Rússar og Ísraelsmenn um þessar mundir taki ekki þátt í mótum á vegum sambandsins á meðan stríðsástand varir? Þá vita allir hvar þeir standa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Í gær

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“