fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Neville segir Ronaldo hafa brugðist félaga sínum í Manchester – ,,Tveir fyrrum liðsfélagar“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 20:30

Ronaldo og Salah / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville var ósáttur með hegðun goðsagnarinnar Cristiano Ronaldo eftir að sá síðarnefndi sneri aftur til Manchester United.

Neville og Ronaldo léku saman með United í þónokkur ár á yngri árum þess síðarnefnda eða frá 2003 til 2009.

Ronaldo kvaddi United 2009 og samdi við Real Madrid og síðar Juventus en sneri aftur í eitt ár til United 2021.

Þar vann Ronaldo undir Ole Gunnar Solskjær sem lék einnig með honum hjá félaginu á sínum tíma.

Neville telur að Ronaldo hafi brugðist Solskjær áður en Norðmaðurinn var látinn fara.

,,Þegar ég sá Ronaldo á bekknum og hann var með þessa stæla fyrir framan myndavélarnar, það var erfitt að horfa á,“ sagði Neville.

,,Þetta var eftir Everton leikinn þegar Ole ákvað að bekkja hann og ég man að hann gekk einfaldlega af velli.“

,,Að mínu mati var hann að bregðast Ole þarna því við erum að tala um tvo fyrrum liðsfélaga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“