Ljóst er að Manchester United mun ekki semjua við undrabarnið Mathys Tel á næstunni.
Tel hefur skrifað undir nýjan samning við Bayern Munchen og er nú samningsbundinn félaginu til 2029.
United hefur sterklega verið orðað við Tel undanfarið en hann er aðeins 18 ára gamall og er gríðarlega spennandi leikmaður.
Bayern er búið að staðfesta framlengingu Tel sem kom til Bayern frá Rennes árið 2022.
Síðan þá hefur Frakkinn skorað 13 mörk í 58 leikjum fyrir Bayern og fær reglulega að spila undir Thomas Tuchel.