Einn leikur fór fram í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld þegar Sporting tók á móti Atalanta. Um var að ræða fyrsta leikinn á þessu stigi keppninnar.
Þessi fyrri leikur liðanna fór fram í Portúgal og það voru heimamenn sem komust yfir á 17. mínútu með marki Paulinho.
Á 39. mínútu jafnaði hins vegar Gianluca Scamacca fyrir Atalanta og þar við sat.
Lokatölur 1-1 og allt opið fyrir seinni leikinn á Ítalíu eftir rúma viku.