fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Óhugnanleg frásögn Garðars: Lífverðir gengu í skrokk á liðsfélögunum – „Ég var bara að bíða eftir að ég yrði skotinn, ég er ekki einu sinni að djóka“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Bergmann Gunnlaugsson kom víða við á atvinnumannaferlinum, meðal annars í Búlgaríu. Hann segir frá skrautlegri reynslu sinni þar í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Garðar gekk í raðir CSKA Sofia í Búlgaríu árið 2008 og var þar til 2010. Hann áttaði sig fljótt á að ekki var allt sem skildi, laun bárust seint og þess háttar.

„Þetta er risalið í eigu mafíunnar. Þetta voru sömu aðilar sem áttu ruslafyrirtækið í Sófíu svo þið getið fyllt inn í eyðurnar. Það var öllu fögru lofað og samningurinn geggjaður en svo komu greiðslurnar aldrei. Ég endaði í máleferlum í gegnum FIFA,“ segir Garðar.

„Ég held ég hafi fengið undirskriftarbónusinn og fyrsta launatékkann á þriðja mánuði. Svo liðu bara alltaf 2-3 mánuðir á milli. Svo var þetta orðið þannig að þeir borguðu bara fyrstu ellefu, til að halda þeim góðum, en hinir fengu ekki neitt. Þetta var rosalegt.“

Það var ekki nóg með að launin bárust illa og seint heldur fékk Garðar líka greitt í seðlum.

„Fyrsta greiðslan sem ég fékk var undirskriftarbónus og þrír mánuðir. Þetta kom í poka og var borgað á föstudegi klukkan 17. Það var allt lokað. Ég þurfti að taka leigubíl með plastpoka fullan af seðlum í gegnum miðborgina. Ég beið eftir að einhver myndi banka á rúðuna og segja mér að koma með peninginn. Ég hef aldrei verið svona stressaður í lífi mínu. Svo þurfti ég að geyma peninginn heima alla helgina.“

CSKA er stórt lið og tíður þátttakandi í Evrópukeppnum. Það kom Garðari því á óvart hvernig staðið var að málum þar.

„Þetta varð fljótt að martröð og maður átti varla fyrir leigunni á húsnæðinu, það leið svo langt á milli þess að maður fékk borgað. Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að þetta væri komið fínt og með hjálp KSÍ fór ég í gegnum FIFA.

Þarna er ég enn þá á mála hjá félaginu – og eigendurnir mafíósar. Á þessum tíma voru nokkrir leikmenn sem kvörtuðu opinberlega í blöðunum yfir að þeir hafi ekki fengið borgað. Þeir voru kallaðir á fund með eigendunum á veitingastað sem þeir áttu. Þeir labba inn, 7-8 leikmenn. Það er enginn á veitingastaðnum, hurðinni er bara lokað og þarna ganga lífverðir eigendanna í skrokk á þeim. Allt nema andlitið. Ég fékk að sjá marblettina. Þarna er ég búinn að kæra þá og ég var bara að bíða eftir að ég yrði skotinn, ég er ekki einu sinni að djóka,“ segir Garðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur