fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Hér er hægt að lifa fyrir 140.000 krónur á mánuði

Pressan
Sunnudaginn 10. mars 2024 22:30

Frá Lissabon í Portúgal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast eflaust við að framfærslukostnaður þeirra og fjölskyldna þeirra hefur hækkað mikið á síðustu árum. Eflaust hafa sumir leitt hugann að hvernig þeir geta haft það sem best þegar þeir fara á eftirlaun en þá má reikna með að ráðstöfunartekjurnar lækki miðað við það sem þær eru núna. Sumir hafa kannski hugleitt hvort það geti borgað sig að flytja úr landi og leita á ódýrari slóðir.

Samkvæmt nýrri úttekt U.S. News and World Report þá eru sjö lönd þar sem hægt er að framfleyta sér fyrir 1.000 dollara á mánuði en það svarar til 138.000 íslenskra króna. CNBC skýrir frá þessu.

Fram kemur að löndin hafi verið valin út frá samtölum við ferðasérfræðinga sem hafa búið og starfað í meira en 50 löndum og rannsakað framfærslukostnað um allan heim.

Löndin sjö sem þykja álitleg vegna lágs framfærslukostnaðar eru: Malasía Mexíkó, Panama, Filippseyjar, Portúgal, Taíland og Víetnam.

Portúgal hefur lengi verið vinsælt meðal ellilífeyrisþega því framfærslukostnaðurinn þar er mun lægri en í öðrum Evrópuríkjum að sögn CNBC.

Samkvæmt tölum frá fyrirtækinu Smartasset er 29% ódýrara að búa í Portúgal en Bandaríkjunum ef húsnæðiskostnaður er ekki tekinn með í útreikninginn.

Í Panama er að meðaltali 35% ódýrara að búa en í Bandaríkjunum og húsaleiga er að meðaltali 52% lægri þar.

Það er rétt að hafa í huga að í mörgum löndum þarf fólk að skila inn hreinu sakavottorði, heilbrigðistryggingu og staðfestingu á tekjum upp á sem nemur að minnsta kosti 138.000 íslenskum krónum á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“