fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Mynduðu mök hnúfubaka í fyrsta sinn – Bæði dýrin eru karlkyns

Pressan
Laugardaginn 9. mars 2024 16:30

Hér er hressara dýrið að þvinga hitt til maka. Mynd:Lyle Krannichfeld og Brandi Romano

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni tókst ljósmyndurum að ná myndum af hnúfubökum að makast. Það þykir auðvitað mjög merkilegt og ekki gerir það þetta minna merkilegt að bæði dýrin eru karlkyns.

Hegðun hnúfubaka hefur heillað vísindamenn áratugum saman en í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega, eru fyrstu ljósmyndirnar sem náðst hafa af hnúfubökum makast.

Höfundur rannsóknarinnar er Stephanie Stack, sjávarlíffræðingur, og ljósmyndirnar tóku Lyle Krannichfeld og Brandi Romano. Að þeirra sögn var það algjör tilviljun að þessar athyglisverðu myndir náðust. Hvalirnir komu hægt og rólega að bát þeirra undan Maui, sem er hluti af Hawaii, í janúar 2022.

Myndirnar sýna heilbrigt og sterkt karldýr setja lim sinn inn í annað karldýr sem virðist vera veikburða eða sært. Dýrin syntu nokkra hringi um bátinn á meðan heilbrigða dýrið elti hitt. Eftir um eina og hálfa klukkustund hélt heilbrigða dýrið hinu og kom fram vilja sínum.

Í rannsókninni er líkum leitt að því að veiki hvalurinn hafi leitað í átt að bátnum til að leita skjóls undan hinum.

Ekki er vitað hvort tvö heilbrigð dýr af sama kyni makist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin