Hegðun hnúfubaka hefur heillað vísindamenn áratugum saman en í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega, eru fyrstu ljósmyndirnar sem náðst hafa af hnúfubökum makast.
Höfundur rannsóknarinnar er Stephanie Stack, sjávarlíffræðingur, og ljósmyndirnar tóku Lyle Krannichfeld og Brandi Romano. Að þeirra sögn var það algjör tilviljun að þessar athyglisverðu myndir náðust. Hvalirnir komu hægt og rólega að bát þeirra undan Maui, sem er hluti af Hawaii, í janúar 2022.
Myndirnar sýna heilbrigt og sterkt karldýr setja lim sinn inn í annað karldýr sem virðist vera veikburða eða sært. Dýrin syntu nokkra hringi um bátinn á meðan heilbrigða dýrið elti hitt. Eftir um eina og hálfa klukkustund hélt heilbrigða dýrið hinu og kom fram vilja sínum.
Í rannsókninni er líkum leitt að því að veiki hvalurinn hafi leitað í átt að bátnum til að leita skjóls undan hinum.
Ekki er vitað hvort tvö heilbrigð dýr af sama kyni makist.