fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Suða á vatni getur fjarlægt tæplega 90% af örplastinu í því

Pressan
Sunnudaginn 10. mars 2024 20:30

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að sjóða kranavatn í 5 mínútur er hægt að losna við megnið af því örplasti sem kann að vera í því.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þær sýna að með því að sjóða vatnið í 5 mínútur er hægt að losna við að minnsta kosti 90% af því örplasti sem kann að vera í því. Það verða að teljast góð tíðindi því væntanlega gerir örplast okkur ekki neitt gott.

Rannsóknir á áhrifum örplasts á heilsu okkar hafa ekki enn skilað neinum afgerandi niðurstöðum að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Enn sem komið er, er talið að sumt plast sé hættulaust en annað getur drepið frumur í mannslíkamanum, valdið bólgum í þörmum og dregur úr frjósemi músa.

Live Science segir í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Environmental Science and Technology Letters, hafi vísindamenn rannsakað hvernig sér hægt að losna við örplast úr drykkjarvatni á frekar einfaldan hátt heima hjá fólki. Þeir höfðu sérstakan áhuga á hvort það að sjóða vatn myndi minnka plastmagnið í vatninu.

Rannsóknin leiddi í ljós að ef vatn er soðið í 5 mínútur þá minnkar magn örplasts í því um tæplega 90%. Segja vísindamennirnir að með því að sjóða vatn og nota kaffisíu, sé hægt að fjarlæga hættulegt örplast úr vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um