The Independent skýrir frá þessu og segir að Marcus, sem er 35 ára, hafi verið dæmdur í ævilangt fangelsi í síðustu viku fyrir morðið á Katie, sem var fjögurra barna móðir, og unnusta hennar, hinum 25 ára Steven Harnett.
Aðeins fjórum dögum eftir að Katie kærði hann til lögreglunnar stakk hann hana og Marcus til bana á heimili Katie í Huddersfield á Englandi. Þetta gerðist 15. maí á síðasta ári. Það voru 99 stungusár á Katie og 24 á Steven, þar á meðal á kynfærum. Þegar hann hafði myrt þau sagði hann: „Rómeó og Júlía geta svo sannarlega dáið saman núna.“
Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðninguna að morðin hafi verið „kynlífstengd“ og að Marcus hafi verið knúinn áfram af „sjúklegri afbrýðissemi“. Þess utan hafi morðið á Katie verið „miskunnarlaus árás á algjörlega varnarlausa konu“.
Marcus hélt annarri konu fanginni í húsinu yfir nótt og nauðgaði henni. Öll fjögur börn Katie voru í húsinu þegar móðir þeirra var myrt.