fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Morðingi „drifinn áfram af kynlífi“ myrti fyrrum unnustu sína og kærasta hennar

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 07:30

Katie og Steven. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjórum dögum eftir að Katie Higton, 27 ára, kærði fyrrum unnusta sinn, Marcus Osborne, til lögreglunnar myrti hann hana. Katie var hrædd við Marcus og óttaðist að hann myndi valda henni alvarlegum líkamstjóni eða myrða. Því miður reyndist hún hafa rétt fyrir sér.

The Independent skýrir frá þessu og segir að Marcus, sem er 35 ára, hafi verið dæmdur í ævilangt fangelsi í síðustu viku fyrir morðið á Katie, sem var fjögurra barna móðir, og unnusta hennar, hinum 25 ára Steven Harnett.

Aðeins fjórum dögum eftir að Katie kærði hann til lögreglunnar stakk hann hana og Marcus til bana á heimili Katie í Huddersfield á Englandi. Þetta gerðist 15. maí á síðasta ári. Það voru 99 stungusár á Katie og 24 á Steven, þar á meðal á kynfærum.  Þegar hann hafði myrt þau sagði hann: „Rómeó og Júlía geta svo sannarlega dáið saman núna.“

Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðninguna að morðin hafi verið „kynlífstengd“ og að Marcus hafi verið knúinn áfram af „sjúklegri afbrýðissemi“. Þess utan hafi morðið á Katie verið „miskunnarlaus árás á algjörlega varnarlausa konu“.

Marcus hélt annarri konu fanginni í húsinu yfir nótt og nauðgaði henni. Öll fjögur börn Katie voru í húsinu þegar móðir þeirra var myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?