fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Ódysseifur lenti fótbrotinn á tunglinu

Pressan
Fimmtudaginn 7. mars 2024 06:30

Geimfarið lenti á hliðinni. Mynd:Intuitive Machines/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar ljósmyndir auk mikils magns gagna sýna að geimfarið Ódysseifur lenti fótbrotið á tunglinu. Þetta varð til þess að geimfarið lagðist á hliðina.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Intutive Machines, sem er bandarískt fyrirtæki sem á geimfarið, segi að ljósmyndirnar og gögnin geri því kleift að endurgera lendinguna til að öðlast skilning á af hverju geimfarið lagðist á hliðina.

Fyrirtækið segir einnig að hægt verði að ná samband við geimfarið á nýjan leik eftir 2-3 vikur þegar sól rís á nýjan leik en eins og er, er dimmt á svæðinu þar sem það er. Hins vegar er ekki vitað hvort rafhlöður og rafbúnaður geimfarsins lifir hinn mikla kulda á svæðinu af en frostið fer niður fyrir 200 gráður.

Nýju myndirnar sýna að einn fótur þess er brotinn og að steinar og ryk fuku í burtu undan öflugum mótor geimfarsins. Myndirnar sýna einnig að geimfarið liggur á hliðinni um 500 metraf frá gíg einum. Telja vísindamenn að gígurinn sé um tveggja milljarða ára gamall.

Gögn frá geimfarinu sýna að það lenti upprétt en lagðist síðan á hliðina í smávegis halla.  Um borð í því eru sex vísindatæki frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA sem greiddi Intutive Machines 118 milljónir dollara fyrir að flytja þau til tunglsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana