Barcelona mun skoða tilboð sem berast í miðjumanninn Pedri í sumar ef marka má spænska miðilinn AS.
Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur Pedri verið hluti af aðalliði Barcelona í nokkur ár en undanfarið hefur hann þó mikið glímt við meiðsli.
Eins og flestir vita eiga Börsungar í miklum fjárhagserfiðleikum og skoða því að selja þennan frábæra leikmann fyrir rétta upphæð.
Samningur Pedri í Katalóníu rennur ekki út fyrr en 2026. Þá er hann með klásúlu í samningi sínum upp á 1 milljarð evra.
Ljóst er að ekkert félag mun ganga að þeim verðmiða en fyrir rétt verð gæti Pedri farið annað í sumar.