Notandi sem kallar sig thatonecityinchina birti myndina sem sýnir undarlegt fyrirbæri á himninum í kringum dansandi norðurljós sem skörtuðu sínu fegursta.
Notandinn leitaði til netverja til að spyrja hvort einhver vissi hvað þetta fyrirbæri væri enda hafði hann sjálfur ekki hugmynd um það.
Notendur Reddit voru fljótir að svara og bentu viðkomandi á að um væri að ræða fyrirbæri sem myndaðist í kjölfar eldflaugaskots SpaceX. Falcon 9 eldflaug var skotið á loft frá Kaliforníu á mánudagskvöld og myndaðist þessi tilkomumikli spírall þegar eldflaugin losaði sig við eldsneyti og snerist.
Fleiri en þessi tiltekni notandi Reddit náðu myndum af fyrirbærinu og sagði RÚV til dæmis frá því í gær að Rúnar Freyr Júlíusson, leiðsögumaður hjá GeoTravel í Mývatnssveit, hafi náð myndum af atvikinu.
Þá var rætt við Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, sem sagði að eldsneytið hefði engin áhrif á mannfólkið þar sem það kemur til með að brotna upp í útfjólubláu ljósi frá sólinni.
Can anyone help identify this mystery galaxy shape that appeared in the Northern Lights?
byu/thatonecityinchina inVisitingIceland