Það félag sem skoðar það að ráða Roberto De Zerbi stjóra Brighton í sumar þarf að rífa fram 12 milljónir punda.
Þjálfarinn knái frá Ítalíu er orðaður við Liverpool, Manchester United og Chelsea.
Ljóst er að Jurgen Klopp hættir með Liverpool í sumar. Þá er Chelsea að skoða að reka Mauricio Pochettino og Erik ten Hag er mjög valtur í sessi hjá Manchester United.
Telegraph segir að 12 milljóna punda klásúla sé í samningi De Zerbi sem hefur spilað skemmtilegan fótbolta með Brighton.
Hann er með samning til 2026 við Brighton og því mun félagið standa fast á sinni kröfu komi félag kallandi í sumar.