Sparkspekingurinn og Liverpool goðsögnin Jamie Carragher viðurkenndi í hlaðvarpinu Stick to Football á dögunum að hann hafi aldrei á ævi sinni eldað.
Carragher átti langan og flottan feril á knattspyrnuvellinum en það er greinilegt að aðrir hafa séð um að elda matinn hans miðað við ummæli hans í hlaðvarpinu.
„Ég hef aldrei eldað neitt á ævi minni,“ sagði hann og viðstaddir urðu steinhissa.
„Þú hefur eldað kjúklingabringu er það ekki? Skorið hana niður eða eitthvað?“ spurði félagi hans Gary Neville agndofa.
„Aldrei. Ég hef aldrei eldað,“ svaraði Carragher þá.
Neville tók til máls á ný.
„Ég skil að þú hafir ekki eldað heilan kjúkling en þú hlýtur að hafa eldað einhvers konar kjúkling?“
Carragher neitaði áfram.
„Ég hef sett morgunmatinn minn í örbylgjuofninn.“
Þessa fyndnu umræðu má sjá hér að neðan.
@wearetheoverlap "I've never cooked anything in my life!" 👀 "There's a sob story coming from Wrighty" 🤣 Have you got an Air Fryer? #airfyer #theoverlap #sticktofootball #premierleague #food @jamiecarragher @wrightyofficial @gneville2 ♬ original sound – The Overlap