fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ekkja Hugh Hefner afhjúpar leyndarmál hans og mjög nákvæma kynlífsrútínu

Fókus
Miðvikudaginn 6. mars 2024 11:41

Hugh og Crystal Hefner. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Hefner, ekkja Hugh Hefner, afhjúpar leyndarmál hans í nýrri sjálfsævisögu sinni Only Say Good Things.

Hugh Hefner var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017 og skildi eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Eftir að hann lést erfði Crystal andvirði 915 milljónir króna og 654 milljóna króna hús, sem hún síðar seldi. Restin að auðæfum hans fór til barnanna hans og ýmsa góðgerðamála og samtaka.

Playboy-höllin hefur verið töluvert á milli tannana á fólki, sérstaklega eftir andlát Hugh. Þá hafa fyrrverandi kærustur hans og hinar svokölluðu „Playboy-kanínur“ stigið fram og afhjúpað dökku hliðar menningarinnar sem þreifst þar. Crystal er meðal þeirra sem hefur talað opinskátt um hryllinginn sem átti sér stað þar.

Sjá einnig: Segist hafa tekið „hættulega ákvörðun“ þegar hún kom inn í Playboy-veröld Hugh Hefner

Crystal giftist Hugh Hefner árið 2012, þegar hún var 26 ára og hann var 86 ára.

Í viðtali við News.com.au, til að auglýsa bókina, segir Crystal að stofnandi Playboy hafi verið frekar lélegur í rúminu.

„Honum var alveg sama um hvað konum fannst gott eða langaði, eða hvernig fullnægja ætti konu,“ segir hún.

Crystal segir að Hefner hafi verið með mjög sérstaka og ákveðna rútínu þegar kom að kynlífinu og oft komu margar konur við sögu.

„Við fórum í silkináttfötin hans og síðan fórum við stelpurnar bara inn í herbergið og hann setti klám í sjónvarpið. Alltaf sama klámið og sama tónlistin og síðan skiptust stelpurnar á að sofa hjá Hef. Hann virtist ekkert vera mjög mikið á staðnum, þannig lagað, í þennan heila áratug sem ég þekkti hann. Það var skrýtið,“ segir hún.

Crystal heldur því fram að Hefner hafi tekið upp, án vitneskju annarra, kynsvall í svefnherberginu hans. Hún segir að margir þekktir og frægir einstaklingar hafi tekið þátt í þessum orgíum.

Hún hefur þó alla tíð neitað að afhjúpa nöfn þeirra. „Þau eru fórnarlömb Playboy-hallarinnar. Ég vorkenni þeim,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“