fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Dæmdur fyrir peningaþvætti – Var á leið úr landi með milljónir í peningum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 14:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlendan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu 26. nóvember til 4. desember 2022 tekið við samtals 21 þúsund evrum og 10 þúsund dollurum í reiðufé frá óþekktum aðila eða aðilum.

Var maðurinn með reiðuféð, sem nam 4,5 milljónum króna, í vörslu sinni þegar hann var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 4. desember 2022 á leið til Póllands.

Í ákæru kemur fram að manninum hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum. Þá leyndi hann upplýsingum um uppruna, eðli, staðsetningu og ráðstöfun hans.

Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll.

Dómara þótti hæfileg refsing sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Komi til afplánunar verður gæsluvarðhald sem maðurinn sætti frá 4. til 14. desember 2022 dregið frá. Loks var manninum gert að greiða þóknun verjanda síns 870 þúsund krónur og 62 þúsund krónur í aksturskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks