fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Fókus

„Það var eins og við værum að byrja saman aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:29

Hafdís og Kleini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og áhrifavaldaparið Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, voru á dögunum gestir í Fókus, spjallþætti DV.

Parið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Í þættinum ræða þau hvað þau hafa verið að bralla undanfarna mánuði, hvað sé fram undan og margt fleira. Þú getur horft á brot úr þættinum hér að neðan en smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni. Þú getur einnig hlustað á SpotifyApple Podcasts eða Google Podcasts.

video
play-sharp-fill

Samfélagsmiðlapásan hefur haft mjög jákvæð áhrif á líðan þeirra. Kleini segir áreitið ekki hafa truflað sig en að hann hafi haft meiri tíma til að huga að andlegri heilsu í pásunni. Tíminn sem fór áður í endalaust skroll á samfélagsmiðlum hafi farið í eitthvað uppbyggilegt og jákvætt.

„Varðandi andlega heilsu, maður náði að sinna henni miklu betur. Eftir að við hættum fórum við að gera miklu meira saman. Fórum að gera allt sem við vorum búin að tala um að ætla að gera, það var eins og við værum að byrja saman aftur í rauninni,“ segir hann og tekur Hafdís undir.

„Mér finnst þetta búið að gera okkur ótrúlega gott. Maður er miklu meira viðstaddur, bara í öllu. Úti að borða með stelpunum, deitkvöld hjá okkur, heima með börnin. Maður er miklu meira á staðnum og nýtur augnabliksins betur,“ segir hún. „Ég persónulega myndi vilja vera án síma allan daginn.“

Hafdís og Kleini eru gestir vikunnar í Fókus.

Verða með reglur

Þau viðurkenna að það sé smá þvingun að byrja aftur á samfélagsmiðlum en þau séu aðeins að gera það því þeir eru gott markaðstól fyrir fyrirtæki þeirra.

„Þetta verður aldrei eins, það verða alveg reglur,“ segir Hafdís.

Kleini segir að hann ætli að hætta að fylgja öllum síðum og reikningum sem eiga það til að festa hann við skjáinn.

„Ég ætla bara að setja það sem ég þarf að setja þarna inn en ekkert skoða neitt. Ég þarf ekki að sjá neitt hjá neinum öðrum,“ segir hann.

Þau ræða þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

Fylgstu með Kleina hér og Hafdísi hér á Instagram. Þau eru einnig á TikTok

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur: Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst

Rýfur þögnina og skilur eftir sig tárvota aðdáendur: Segir dóttur þeirra finna á sér að eitthvað hafi gerst
Fókus
Í gær

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“

Páll átti óvænta endurfundi eftir nærri hálfa öld – „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björn Jörundur segir áskoranir miðaldra manna margar – „Hjalti er við allir. Allir karlar á miðjum aldri með alla sína fordóma og sína vanþekkingu”

Björn Jörundur segir áskoranir miðaldra manna margar – „Hjalti er við allir. Allir karlar á miðjum aldri með alla sína fordóma og sína vanþekkingu”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“

Móðir vill koma sonunum út og auglýsir í Bændablaðinu – „Með þrjá drengi gefins á gott heimili“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur ekki efni á bensíni eftir mannætuskandalinn

Hefur ekki efni á bensíni eftir mannætuskandalinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“

Gerður í Blush malar gull – „Ótrúlega sátt með þetta allt saman“
Hide picture