Enska blaðið Daily Mail heldur því fram að Marcus Rashford þurfi að spila varnarleik í klefanum hjá Manchester United þessa dagana.
Ástæðan er sögð vera sú að Rashford datt í það á dögunum og skrópaði á æfingu, eins og frægt varð.
Rashford fór þá til Belfast í tvo daga og sletti úr klaufunum, svo mikið að hann hringdi sig inn veikan á æfingu.
Segir Daily Mail að þetta hafi haft áhrif á þá rödd sem Rashford hafði í klefanum, ekki sé mikið mark tekið á honum eftir atvikið.
Rashford er einn launahæsti leikmaður liðsins en hefur upplifað erfitt tímabil innan sem utan vallar.