fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vírus reyndist krabbamein á 4.stigi – Aðeins 26 ára og ætlar að klára „bucket-list“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. mars 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maddy Baloy, sem er 26 ára, greindist með krabbamein á 4. stigi á síðasta ári, og ákvað hún að skrá daglegt líf sitt með myndböndum á TikTok og einbeita sér að því að klára fötulistann (e. Bucket List) sinn.

„Hugarfar mitt breyttist og ég hugsaði: „Ég ætla að ná að kreista hvern dropa sem ég get út úr þessu lífi núna,“ segir Baloy í viðtali við People. Einlægar færslur hennar um hversdagslífið hafa snert við nærri 400 þúsund fylgjendum hennar. „Við getum ekkert breytt stöðunni, þannig að við getum alveg eins skemmt okkur eins vel og hægt er.“

Baloy starfaði sem kennari við Shore Acres grunnskólann í Flórída. Sumarið 2022 byrjaði hún að finna fyrir magavandamálum og varði hún næsta ári í að breyta mataræði sínu og taka út mismunandi matvörur.

„Ég var virkilega að reyna að leysa að leysa vandann sjálf.“

Þann 22. febrúar 2023 byrjaði hún að kasta upp ítrekað og var einnig með skynjunarvandamál. Hún var sannfærð um að þetta væri „annaðhvort ormur“ eða magavírus sem hún hefði smitast af frá einhverjum nemanda sinna og fór á bráðamóttöku með unnusta sínum, Louis Risher.

Við sneiðmyndatöku á bráðamóttökunni tóku læknar eftir einhverju óeðlilegu í þörmum Baloy og var hún sett í bráðaaðgerð. Í henni fundust fjölmörg krabbameinsæxli sem þrýstu á þarmana.

Í kjölfarið tóku ástvinir hennar þá ákvörðun að leyfa henni að hvíla sig eftir aðgerðina áður en hún fengi að vita niðurstöðurnar.  „Þeir vildu að ég fengi eina friðsæla nótt í viðbót áður en ég vissi að ég væri með krabbamein,“ segir Baloy, sem reyndist ekki auðvelt að takast á við fréttirnar og nýjan veruleika.

„Ég hugsaði strax: „Allt í lagi, líf mitt er svo gjörólíkt núna. Ég get ekki gert nein plön um heimili og börn.“

Læknar gáfu Baloy fimm ár til að lifa, jafnvel styttra. „Mér hefur verið sagt nokkrum sinnum að miðað við röntgenmyndirnar mínar ætti ég að vera dáin núna.“

Baloy upplifði sig eina og einangraða og ákvað að byrja á TikTok og segja þar frá því hvernig er að vera ung kona með banvænt krabbamein.

„Ég vissi að ég hafði mikið að segja,“ segir hún og leggur áherslu á mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa „hverja einustu tilfinningu á meðan við erum hér því við ætlum ekki að vera hér lengi.“

Myndbandið sem hefur sérstaklega vakið athygli fólks er fötulista-myndbandið hennar, þar sem hún segir frá 19 markmiðum sem hún vill ná, þar á meðal að komast á tind Arizona Camelback Mountain, sannfæra einhvern um að hætta í megrun, fá húðflúr með ömmu sinni og síðan er tuttugasta markmiðið leynilegt.

@fruitsnackmaddy My bucket lsit ft. terminal cancer! #stageivcancer #coloncancer #bucketlist #fyp #chemotherapy #ovariancancer #cancer #fyp @Gordon Ramsay ♬ Acoustic Folk Instrumental – Yunusta

Stjörnukokkurinn alveg eins og hún bjóst við

Nýlega gat Baloy strikað eitt atriði af listanum eftir að hún hitti stjörnukokkinn Gordon Ramsay, sem hún segir að hafi verið alveg eins og hún bjóst við. 

„Hann er bara flottasti maður í heimi. Hann gaf okkur VIP A-listann, upplifun fræga fólksins.“

@fruitsnackmaddy GORDON RAMSAY! The biggest honor and the coolest night of my whole entire life. And for everyone who made this happen; I love you! @Gordon Ramsay #LuckyCatbyGordonRamsay #GordonRamsay #HellsKitchen #Miami #Cancer #StageIVCancer #TerminalCancer ♬ a thousand years – Christina Perri

Annað atriði sem hún vonast til að klára er að halda fallegt brúðkaup.

„Ég á ekki mikinn pening… en Gordon bauðst til að sjá um matinn,“ segir hún við People og bætir við að hún hafi líka fengið tilboð frá öðrum til að hjálpa sér með brúðarkjólinn, vettvanginn og tónlistina.

Baloy vonast til þess að að ári verði „27 ára Maddy“ búinn að ná enn fleiri markmiðum sínum.

„Ég vona að ég og unnusti minn séum að fara út úr bílnum með hundinn okkar, og við förum og sitjum í þjóðgarði með tærnar í ánni og við brosum bara yfir fallegu tækifærunum sem við höfum fengið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu