FC Bayern er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lazio í kvöld. Þýska liðið hafði tapað fyrri leiknum.
Bayern var með bakið upp við vegg eftir 1-0 tap á Ítalíu en Harry Kane var hetja liðsins í kvöld. Bayern hefur verið í vandræðum undanfarið en svaraði fyrir sig í kvöld.
Kane skoraði tvö mörk í 3-0 sigri en Thomas Muller skoraði eitt mark.
Á sama tíma vann PSG góðan sigur á Real Sociedad, franska liðið var með 0-2 forrystu eftir fyrri leikinn.
PSG lenti ekki í neinum vandræðum og vann 2-2 sigur í kvöld á útivelli gegn Real Sociedad þar sem Kylian Mbappe skoraði bæði mörkin. PSG hafði unnið fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram með 4-1 samanlögðum sigri.
Bæði PSG og Bayern eru því komin áfram í átta liða úrslitn.