Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu PNAS. Fram kemur að rannsóknin hafi náð til erfðamengis 10 manns sem voru uppi á tímabilinu frá 6350 til 4810 fyrir Krist.
Flestar beinagrindurnar voru grafnar í Téviec og Hedic sem eru þekktir staðir varðandi fornleifar í norðvesturhluta Frakklands. Þar er mikill fjöldi beinagrinda, sem hafa varðveist mjög vel, frá þeim tíma er Vestur-Evrópa var að breytast úr samfélagi safnara í samfélag bænda.
Rannsóknir á erfðamengi fólksins, sem var grafið í Téviec og Hoedic, sýnir að það er svipað og erfðamegni annarra hópa safnara og veiðimanna í Vestur-Evrópu og engin merki voru um að þetta fólk hefði blandast bændum sem voru til staðar í norðvesturhluta Frakklands.
Þrátt fyrir að þessir hópar safnara og veiðimanna hafi verið fámennir og hafi ekki stundað kynlíf með bændum, þá „þvert á það sem reiknað var með, stunduðu þeir ekki kynlíf með nánum ættingjum“ segja vísindamennirnir í rannsókninni.