fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Síðustu veiðimenn og safnararnir í Evrópu gættu vel með hverjum þeir stunduðu kynlíf

Pressan
Laugardaginn 9. mars 2024 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátækni DNA-rannsóknir á beinagrindum, sem voru grafnar fyrir 8.000 árum í Frakklandi, hafa leitt í ljós að síðustu veiðimennirnir og safnararnir í Evrópu þróuðu líklega menningarlega taktík til að forðast innræktun. Fólk gætti sem sagt vel að því með hverjum það stundaði kynlíf.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu PNAS. Fram kemur að rannsóknin hafi náð til erfðamengis 10 manns sem voru uppi á tímabilinu frá 6350 til 4810 fyrir Krist.

Flestar beinagrindurnar voru grafnar í Téviec og Hedic sem eru þekktir staðir varðandi fornleifar í norðvesturhluta Frakklands. Þar er mikill fjöldi beinagrinda, sem hafa varðveist mjög vel, frá þeim tíma er Vestur-Evrópa var að breytast úr samfélagi safnara í samfélag bænda.

Rannsóknir á erfðamengi fólksins, sem var grafið í Téviec og Hoedic, sýnir að það er svipað og erfðamegni annarra hópa safnara og veiðimanna í Vestur-Evrópu og engin merki voru um að þetta fólk hefði blandast bændum sem voru til staðar í norðvesturhluta Frakklands.

Þrátt fyrir að þessir hópar safnara og veiðimanna hafi verið fámennir og hafi ekki stundað kynlíf með bændum, þá „þvert á það sem reiknað var með, stunduðu þeir ekki kynlíf með nánum ættingjum“ segja vísindamennirnir í rannsókninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni