Þetta kemur fram í rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Scientific Reports. Rannsókn á litnum leiddi í ljós að hann er allt að 4.000 ára gamall, frá því á tímabilinu 1936 til 1687 fyrir Krist.
Massimo Vidale, fornleifafræðingur við Padua háskóann á Ítalíu, sagði í samtali við Live Science að liturinn sé dökkur og duftkenndur. Sívalningurinn sé úr flottum og verðmætum steini.
Liturinn var aðallega búinn til úr muldu hematíti sem gerir hann svo skærrauðan.
Fornleifafræðingar vita ekki með vissu hver átti litinn en þeir vita að vörur af þessu tagi voru mikið notaðar af írönskum konum á þessum tíma. Til dæmis var augnskuggi notaður á þessu tíma og einnig litarefni til að lita hár og húð.