En eftir því sem The Guardian segir þá fóru þessar ráðleggingar hans ekki vel í alla. Hann var strax spurður út í ráðið í viðtalinu þegar þáttastjórnandinn spurði hann hvort þetta væri nú besta ráðið til bandarískra neytenda sem hafa þurft að þola miklar hækkanir á mat á síðustu árum.
„Morgunkornið hefur alltaf verið eitthvað sem allir hafa haft efni á og það virðist vera það sem fólk leitar í á krepputímum,“ sagði Pilnick.
En eins og áður sagði fór þetta ekki vel í alla og ekki bætir úr skák að það er milljónamæringur sem kom með það og þar að auki milljónamæringur sem reynir að selja fólki morgunkorn.
„Bjáninn þénar fjórar milljónir dollara á ári. Heldur þú að börnin hans fái morgunkorn í kvöldmat?“ er meðal þess sem skrifað hefur á samfélagsmiðlum um ummæli hans.