fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Milljónamæringurinn með undarlegar ráðleggingar fyrir fátækt fólk

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 07:30

Corn Flakes frá Kellogg´s er vinsæll morgunmatur. Mynd:Kellog´s

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borðaðu morgunkorn í kvöldmat . . . eða öllu heldur í öll mál og sparaðu þar með. Þetta er í grófum dráttum ráðið sem Gary Pilnick, forstjóri Kellogg´s og milljónamæringur gaf fátækum Bandaríkjamönnum þegar hann ræddi við CNBC þann 21. febrúar.

En eftir því sem The Guardian segir þá fóru þessar ráðleggingar hans ekki vel í alla. Hann var strax spurður út í ráðið í viðtalinu þegar þáttastjórnandinn spurði hann hvort þetta væri nú besta ráðið til bandarískra neytenda sem hafa þurft að þola miklar hækkanir á mat á síðustu árum.

„Morgunkornið hefur alltaf verið eitthvað sem allir hafa haft efni á og það virðist vera það sem fólk leitar í á krepputímum,“ sagði Pilnick.

En eins og áður sagði fór þetta ekki vel í alla og ekki bætir úr skák að það er milljónamæringur sem kom með það og þar að auki milljónamæringur sem reynir að selja fólki morgunkorn.

„Bjáninn þénar fjórar milljónir dollara á ári. Heldur þú að börnin hans fái morgunkorn í kvöldmat?“ er meðal þess sem skrifað hefur á samfélagsmiðlum um ummæli hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn