fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Sýknaður eftir 30 ár á dauðaganginum – „Líklega saklaus“

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 06:30

Daniel Gwynn. Mynd:KYW

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa setið á dauðaganginum svokallað í Pennsylvania í Bandaríkjunum í 30 ár, getur hinn 54 ára Daniel Gwynn farið allra sinna ferða sem frjáls maður. Hann var nýlega sýknaður af dauðadómnum.

Samkvæmt frétt abcNews þá var sýknan byggð á því að mistök hafi verið gerð í morðmálinu, sem hann var ákærður í árið 1994.

„Sýknun Daniel Gwynn í dag þýðir að maður, sem líklega er saklaus, er látinn laus. Því miður er þetta einnig dæmi um tímabil óvandaðrar vinnu lögreglunnar, spillingu innan hennar og málsmeðferðar sem hefur eyðilagt traust okkar á samfélaginu,“ sagði Larry Krasner, lögmaður Gwynn.

Þann 20. nóvember 1994 lést Marsha Smith, sem var heimilislaus, þegar eldur kom upp í byggingu sem hún, Gwynn og þrír til viðbótar dvöldu í.

Kviðdómur fann Gwynn sekan um að hafa kveikt í byggingunni og byggði sakfellinguna á framburði vitnis og samhengislausri játningu Gwynn.

Þremur áratugum síðar kom í ljós að mörg sönnunargögn í málinu voru aldrei lögð fram í dómi og af þeim sökum var Gwynn sýknaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni