fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Lögreglukonu hrósað í hástert fyrir að bjarga konu frá æstum múg sem sakaði hana um guðlast

Pressan
Miðvikudaginn 6. mars 2024 22:00

Hér sést Syeda Shehrbano forða konunni undan æstum múg. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pakistanskri lögreglukonu hefur verið hrósað í hástert fyrir hugrekki eftir að hún stofnaði lífi sínu í hættu til að bjarga konu undan æstum múg sem sakaði hana um guðlast.

Konan var stödd á veitingastað í Lahore þegar fólk móðgaðist vegna texta á arabísku á kjól hennar. Á honum stóð „halwa“ sem þýðir „fallegt“ á arabísku en múgurinn misskildi þetta sem vers úr Kóraninum.

Á myndbandsupptökum sést fólk hrópa á konuna að hún eigi að fara úr kjólnum og sumir heyrast kyrja að það eigi að afhöfða þá sem gerast sekir um guðlast.

Dauðarefsing liggur við guðlasti í Pakistan og dæmi eru um að fólk hafi verið tekið af lífi af æstum múg áður en mál þeirra kom fyrir dóm.

Syeda Shehrbano, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Lahore, kom á vettvang og greip inn í og bað æstan múginn um að „treysta okkur“. Hún huldi konuna með svörtum slopp og gylltum höfuðklút og ruddi sér síðan leið með konuna í gegnum æstan múginn. Henni tókst að koma konunni á brott og í öruggt skjól á lögreglustöð. Þar voru fræðimenn og klerkar, sem höfðu sumir tekið þátt í að gera aðsúg að konunni, fengnir til að skoða kjól hennar. Niðurstaða þeirra var að engin vers úr Kóraninum væru á honum.

Usman Anwar, lögreglustjóri í Punjab, sagði að Shehrbano hafi „stofnað lífi sínu í hættu“ til að bjarga konunni.

Pakistanski herinn sæmdi Shehrbano æðstu orðunni, sem löggæslufólki getur hlotnast, við athöfn í Rawalpindi og voru þau ummæli látin falla að hún væri „óttalaus“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“