fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Manntjón rússneska hersins hefur aldrei verið meira en í febrúar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. mars 2024 04:28

Vegfarandi virðir fyrir sér lík rússneskra hermanna í Kupiansk. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn hefur aldrei orðið fyrir meira manntjóni, að meðaltali á dag, en í febrúar, frá því að hann réðst inn í Úkraínu fyrir rúmlega tveimur árum.

Þetta kemur fram í daglegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins. Segir ráðuneytið að 983 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst að meðaltali á degi hverjum í febrúar.

Rússum tókst að ná bænum Avdiivka, sem er nærri stórborginni Donetsk, á sitt vald í febrúar og hélt hann síðan sókn sinni áfram út frá Avdiivka. Þetta tókst Rússum með því að halda sig við taktík sem setur mikinn þrýsting á úkraínska herinn við fremstu víglínurnar en um leið er þetta dýrkeypt fyrir Rússa í mannslífum talið.

Bretarnir telja að Rússar hafi misst rúmlega 355.000 hermenn í stríðinu. Þetta er lægri tala en Úkraínumenn hafa sett fram en Rússar hafa ekki tjáð sig um tjón sitt í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe