Thierry Henry, fyrrum fyrirliði Arsenal telur að félagið eigi eftir sex erfiða leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Hann telur að þetta séu leikirnir þar sem liðið gæti misstigið sig og misst af enska titlinum.
Arsenal situr í þriðja sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool
Henry var gestur á Sky Sports á mánudag og nefndi þá þessa leiki.
„Chelsea á heimavelli verður erfiður leikur þar sem þeir eru góðir á útivelli gegn liðum sem vilja halda í boltann,“ segir Henry.
„Útileikurinn gegn Manchester City er svo augljóst leikur.“
„Það eru svo leikirnir gegn Wolves og Brighton á útivelli, ég vil ekki nefna næsta lið (Tottenham). Við vitum öll að þeir vilja skemma eins og þeir geta og svo er það útileikur gegn Manchester United sem verður erfiður.“