Chelsea er með tvö nöfn á blaði fyrir mögulega þjálfara sem gætu tekið við liðinu í sumar. Líkur eru á breytingum.
Guardian segir að Mauricio Pochettino þurfi að óttast um starfið sitt.
Pochettino er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Chelsea en gengið hefur verið slakt.
Guardian segir að Roberto de Zerbi hjá Brighton og Ruben Amorim hjá Sporting Lisbon séu menn sem Chelsea horfi til.
Báðir hafa vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína undanfarna mánuði og eru forráðamenn Chelsea spenntir fyrir þeim.