Mason Greenwood, framherji Getafe hefur lokað TSM Sports fyrirtækinu sínu og tekið alla fjármuni út úr því.
Greenwood notaði fyrirtækið til að taka við greiðslum fyrir ímyndarétt hans.
Greenwood stofnaði fyrirtækið árið 2019 og hafði fengið rúm 500 þúsund pund greiðslu.
Greenwood tók allan hagnaðinn til sín eða tæpar 87 milljónir króna. Hann hefur svo skilað inn kennitölunni.
Fyrirtækið var í Bretlandi en Manchester United lánaði Greenwood til Spánar síðasta sumar, hann hafði þá verið undir rannsókn lögreglu í rúmt ár.
Hann var sakaður um alvarlegt kynferðisbrot í nánu sambandi en rannsókn lögreglu var hætt eftir ár.