fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Facebook og Instagram liggja niðri

Pressan
Þriðjudaginn 5. mars 2024 15:38

A man poses with a magnifier in front of a Facebook logo on display in this illustration taken in Sarajevo, Bosnia and Herzegovina, December 16, 2015. Facebook Inc said on Wednesday it is testing a service that will allow users of its Messenger app to hail Uber rides directly from the app, without leaving a conversation or downloading the ride-hailing app. REUTERS/Dado Ruvic TPX IMAGES OF THE DAY - RTX1Z0SS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust tekið eftir því að ekki er hægt að skrá sig inn á Facebook. Notendur víða um heim hafa greint frá því að Facebook hafi skráð þau út og ekki sé hægt að skrá sig aftur inn. Nú segir á upphafssíðu miðilsins að vefurinn sé niðri sökum viðhalds. Notendur sem reyndu að skrá sig aftur inn fengu meldingu um að lykilorð þeirra hafi verið slegið rangt inn.

Sami vandi á við um Instagram.

Samkvæmt erlendum miðlum er um víðtækt þjónusturof að ræða. Notendur séu ráðvilltir og hafi málið vakið upp spurningar um öryggi samfélagsmiðla á vegum META. Fyrirtækið hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins að svo búnu, en ætla má að þetta sé umfangsmesta þjónusturof Facebook í langan tíma. Fjöldi miðla hafa leitað eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnum META, en engin svör fengið. Ljóst er að þjónusturofið hefur áhrif á starfsemi fyrirtækja og þeirra sem nýta miðilinn til stafrænna samskipta. Þetta vekur upp spurningar hvort að almenningur sé farinn að treysta um of á miðla sem þessa, og hvort breytinga sé þörf.

Samkvæmt vefsíðunni Down for Everyone or Just Me bárust fyrstu tilkynningar um vandann um þrjúleytið. Samskiptamiðillinn WhatsApp, sem er einnig í eigu META, virðist þó virka eðlilega. Á vefsíðunni metastatus.com þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um stöðu afurða META kemur fram verkfræðingar META séu meðvitaðir um vandamálið og séu að vinna að lausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni