Stuðningsmenn Chelsea kalla eftir því að Jose Mourinho snúi aftur, hefur nafn hans verið sungið á síðustu leikjum liðsins.
Margir stuðningsmenn Chelsea hafa fengið nóg af Mauricio Pochettino og kalla eftir höfði hans.
Pochettino er á sínu fyrsta tímabili með Chelsea en gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum.
Daily Mail fjallar um málið og segist hafa rætt við aðila tengda Mourinho og Chelsea.
Útiloka báðir að Mourinho mæti í þriðja sinn á Stamford Bridge þar sem hann er goðsögn eftir góðan árangur.
Mourinho var rekinn frá Roma á dögunum og leitar því nú að næsta starfi sínu í fótboltanum.