Mjällby AIF og Stjarnan hafa komist að samkomulagi að Guðmundur Baldvin Nökkvason muni spila með Stjörnunni í sumar á láni frá sænska félaginu.
Guðmundur var seldur til Mjallby um mitt síðasta sumar en er mættur aftur heim.
„Partur af þeirri hugmyndafræði sem við erum með snýr að því að styðja við þessa leikmenn okkar áfram og við höfum gert það í öllum tilvikum og því er það ánægjulegt núna þegar þessi möguleiki opnaðist að Gummi geti komið til baka og spilað með okkur núna í sumar. Liðið er á góðum stað og leikmennirnir hafa lagt mikið á sig og við verðum tilbúnir í byrjun móts“ segir Helgi Hrannarr formaður mfl ráðs.