fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Ragnar segir frá því sem gerðist á bak við tjöldin í fyrra – „Í sannleika sagt var ég alls ekki að fýla hugarfarið“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn og nú aðstoðarþjálfari HK, Ragnar Sigurðsson, var gestur í hlaðvarpinu Chess After Dark á dögunum og ræddi hann þar meðal annars síðasta sumar hjá Fram.

Ragnar var aðstoðarmaður Jóns Sveinssonar aðalþjálfara en tók við við starfi hans eftir að Jón var látinn fara um mitt tímabil. Ragnar hélt Fram að lokum uppi í deildinni en eftir tímabil tók Rúnar Kristinsson við af honum og Ragnar fór til HK.

„Ég var í golfi þegar einhver frá Fram hringdi og lét mig vita að það væri búið að tala við Jón Sveins um að hann yrði ekki áfram. Þeir báðu mig um að halda áfram með liðið þar til þeir myndu finna annan,“ sagði Ragnar.

Kappinn var þó ekki að þeim buxunum að þiggja boðið til að byrja með.

„Í sannleika sagt var ég bara alls ekki að fýla hugarfarið hjá Fram-liðinu, hvernig þeir voru í æfingum og leikjum. Það vantaði allt keppnisskap og vinnusemi. Þetta var ógeðslega mikið af hæfileikaríkum leikmönnum sem vildu bara spila sókn en ekki vörn. Það einkenndi liðið.

Þannig mín fyrstu viðbrögð voru að ég hefði ekki áhuga á þessu. Sérstaklega ekki ef Nonni (Jón Sveinsson) væri farinn,“ sagði hann.

Eftir stuttan umhugsunarfrest ákvað Ragnar hins vegar að slá til.

„Ég spila ógeðslega gott golf og er kominn á sjöundu holu í Grafarholtinu, ég ætlaði að taka níu eða tólf. Svo fæ ég þetta símtal og ég bara þurfti að drífa mig upp eftir. Sem aðstoðarþjálfari getur þú mætt einni mínútu fyrir æfingu liggur við en ég þurfti að mæta fyrr fyrst ég var að fara að stjórna þessu.

Ég hringdi í Nonna á leiðinni og sagði að ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Hann sagði mér að þetta væri bara flott tækifæri fyrir mig og að ég ætti að gera þetta ef mig langaði. Þegar ég mætti á svæðið fann ég fyrir ábyrgðartilfinningu. Þó ég fýli ekki alveg hvernig hlutirnir hafa verið hvað varðar hugarfarið þá gæti ég kannski gert eitthvað í því.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna