Yaya Sanogo, fyrrum leikmaður Arsenal, er búinn að skrifa undir í kínverska boltanum.
Um er ræða 31 árs gamlan framherja sem var hjá Arsenal frá 2013 til 2017. Vann hann enska bikarinn með liðinu en spilaði þó aðeins 20 leiki á fjórum árum og stóð ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans.
Sanogo hefur einnig spilað fyrir lið á borð við Ajax og Crystal Palace en nú er hann mættur til Qingdao Red Lions í kínversku B-deildinni.
Sanogo hefur leikið fyrir öll yngri landslið Frakka á sínum ferli en aldrei A-liðið.