Sam Kerr sem er ein fremsta knattspyrnukona í heimi mætti fyrir dómara á Englandi í vikunni, er hún sökuð um rasisma í garð lögreglumanns.
Meint atvik átti sér stað í lok janúar í London en Kerr er leikmaður Chelsea.
Kerr er þrítug og hefur undanfarin ár verið á meðal þeirra bestu í heimi. Hún hafnar allri sök í málinu.
Réttarhöldin verða í fjóra daga og verða á næsta ári. Kerr hafnaði sök í fyrirtöku málsins.
Lögmaður Kerr segir að hún hafi ekki ætlað að svívirða lögregluna eins og hún er sökuð um.