Jamie Carragher sló á létta strengi í setti Sky Sports eftir leik Arsenal og Sheffield United.
Arsenal gekk frá Sheffield United í gær, 0-6 og eftir leik mætti fyrirliðinn Martin Ödegaard í viðtal til Carragher og félaga.
„Ég sá ekki ljósmyndarann úti á velli eftir leik,“ sagði Carragher og uppskar mikinn hlátur. Var hann þarna að vísa í fagnaðarlæti Arsenal eftir sigur á Liverpool í síðasta mánuði þar sem Ödegaard tók meðal annars mynd af ljósmyndara liðsins.
Carragher gagnrýndi þetta á sínum tíma.
„Ég var að bíða eftir þessu,“ svaraði Ödegaard léttur.
Myndband af þessu er hér að neðan.
📸 @odegaard98M 🤝😂#SHUARS #MNF
— Jamie Carragher (@Carra23) March 4, 2024