fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Á bágt með að skilja af hverju Íslendingar móðgast yfir þessu

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður sem nýlega er snúinn heim úr Íslandsferð veltir ýmsum spurningum fyrir sér, sem aðrir ferðalangar hafa spurt, um það sem þarf að hafa í huga fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi, í færslu í Facebook-hópnum Reykjavik, Iceland Travel & Vacation. Ein af þessum spurningum varðar þjórfé en þótt lítil hefð sé fyrir slíku á Íslandi koma margir ferðamenn frá löndum þar sem venja er að veita starfsfólki á veitingastöðum, hótelum og víðar þjórfé. Maðurinn fullyrðir að Íslendingar móðgist iðulega þegar þeir séu spurðir hvort það tíðkist að veita þjórfé hér á landi.

Maðurinn segist bágt með að skilja þessa móðgunargirni og segir það undarlegt að sýna slík viðbrögð þegar einstaklingur sem komi úr samfélagi þar sem alvani sé að skilja eftir þjórfé spyrji um það. Hann spyr af hverju fólk móðgist þegar fólk frá löndum með aðra siði spyrji um siði viðkomandi lands.

Hann segir að í Íslandsferðinni hafi hann ekki gefið þjórfé á veitingastöðum, leigubílum og víðar en þó hafi hann látið leiðsögumenn hafa þjórfé og þeir hafi tekið því fegins hendi.

Maðurinn segir að þessu myndi eflaust vera svarað af mörgum með því að margir leiðsögumannanna séu ekki innfræddir Íslendingar. Þeir sem varpi slíku fram haldi eflaust að leiðsögumenn sem séu ekki aðfluttir Íslendingar taki ekki við þjórfé eða láti leiðsögumenn sem séu ekki innfæddir Íslendingar hafa það allt. Það telur maðurinn hins vegar vera afar ólíklegt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið