fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Allir halda að hún sé náttúrulega falleg – Þetta myndband sýnir að það er fjarri sannleikanum

Fókus
Þriðjudaginn 5. mars 2024 09:33

Mia Dio. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Mia Dio nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok. Hún segist reglulega fá athugasemdir á borð við: „Þú ert svo falleg“, „Guð á sér greinilega uppáhald“ og „af hverju lít ég ekki út eins og þú?“

Mia segir að fegurð hennar sé langt frá því að vera náttúruleg. Hún vill vekja athygli ungra kvenna á því að samfélagsmiðlar eru „feik“ og að trúa ekki öllu sem þær sjá á netinu.

Mynd/Instagram

Til að byrja með gekkst Mia undir fegrunaraðgerð á nefi þegar hún var sautján ára og kostaði það tæplega 700 þúsund krónur.

Þegar hún var nítján ára fékk hún sér skelkrónur á tennurnar, það kostaði 760 þúsund.

Þegar hún var tvítug fór hún í brjóstastækkun sem kostaði 970 þúsund krónur.

Mia fer til einkaþjálfara til að halda sér í formi og borgar hún fyrir það 276 þúsund krónur á mánuði.

Skjáskot/Instagram

Hún fer einnig reglulega til lýtalæknis til að fá bótox, fylliefni og annars konar minniháttar aðgerðir og borgar um 1,1 milljón á ári fyrir það.

Hún flýgur einnig reglulega til Miami til að fara í litun og klippingu, það er um 55 þúsund fyrir hvert skipti.

„Samfélagsmiðlar eru feik,“ skrifaði hún með myndbandinu, sem þú getur horft á hér að neðan.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð það ekki.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Mia Dio (@miiadio)

Hreinskilni Miu hefur slegið í gegn hjá netverjum.

„Ég elska þetta, ég vildi óska þess að fleiri áhrifavaldar og stjörnur væru svona opnar með þetta,“ sagði einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram