fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Segir frá ansi áhugaverðri kjaftasögu sem hann hefur heyrt um framtíð Arons Einars

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 07:13

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Birkir Heimisson gekk í raðir Þórs frá Val. Ef marka má kjaftasögur eru Akureyringar ekki hættir á leikmannamarkaðnum.

Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar sagði sparskepingurinn Mikael Nikulásson frá orðrómum sem hann hafði heyrt um að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, væru á leið í Þór.

Báðir eru uppaldir hjá Þór en Aron Einar hefur ekki spilað með félagsliði sínu, Al-Arabi í Katar í hart nær tíu mánuði.

„Ég hef heyrt það að Aron Einar sé að koma í Þór og Atli Sigurjónsson líka. Ég er ekki að heyra þetta frá Sigga Höskulds (þjálfara Þórs). Ég bara heyrði þetta,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

Aron Einar á yfir 103 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en óvissa er með þátttöku hans í mikilvægum umspilsleik gegn Ísrael síðar í þessum mánuði sökum meiðsla og lítils spiltíma undanfarið.

Age Hareide landsiðsþjálfari mun opinbera hóp sinn fyrir leikinn, sem fram fer í Ungverjalandi, þann 15. mars, sex dögum fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi

Amorim að átta sig á stöðunni og verkefnið hjá United er miklu erfiðara en hann taldi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð