Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki valdir í landsliðshóp Íslands fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael síðar í þessum mánuði.
Það er sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson sem heldur þessu fram en hvorugur leikmaðurinn hefur spilað fótbolta undanfarið.
Aron Einar spilaði síðast með Al-Arabi fyrir hátt í tíu mánuðum síðan og Gylfi er án félags en hann rifti samningi sínum við danska félagið Lyngby vegna meiðsla.
Leikur Íslands og Ísrael fer fram þann 21. mars í Ungverjalandi. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi.
Age Hareide landsliðsþjálfari mun tilkynna hóp sinn fyrir leikinn gegn Ísrael 15. mars.
Aron Einar og Gylfi Sig ekki valdir í hópinn fyrir umspilið. #HeimavinnaHöfðingjans
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 4, 2024