Meðal þessara skjala eru fyrirmæli, skýrslur og önnur skjöl sem voru send til rúmlega 2.000 deilda innan rússneska hersins.
„Tölvusérfræðingar HUR, sem heyrir undir úkraínska varnarmálaráðuneytið, gerðu enn eina árangursríka netárás gegn Rússlandi. Árásin gerði okkur kleift að komast inn á netþjóna varnarmálaráðuneytisins,“ skrifaði HUR á Telegram og bætti við að þær upplýsingar sem var aflað með þessu geri Úkraínumönnum betur kleift að kortleggja uppbyggingu rússneska hersins.